Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 20. ágúst 2016

Lokbrá hefur verið skráð á Hlaupastyrkur.is svo nú er hægt að hlaupa til góðs og styrkja félagið!

Við óskum því eftir fólki sem hefur áhuga á að taka þátt í hlaupinu og styrkja þannig áframhaldandi starf félagsins. Til dæmis er gerð upplýsingabæklings um drómasýki langt komin og fer hann fljótlega í prentun og dreifingu um land allt með tilheyrandi kostnaði.
Einnig væri gaman að sem flestir láti sjá sig í hlaupinu til að hvetja hlauparana okkar og við minnum á að skráning í hlaupið er hafin. Þeir sem hlaupa fyrir Lokbrá fá bol merktan félaginu. Áhugasamir geta haft samband við stjórn félagsins í tölvupósti á netfangið dromasyki@dromasyki.is.